20.11.06

Já, já, já! Sufjan Stevens tók tónleikaárið 2006 svo allsvakalega í nefið að það hálfa myndi slaga upp í meðal aleigu!

Tónleikafanatíkerinn sem ég er lét að sjálfsögðu ekki duga 1 sjóv heldur fór bæði kvöldin.

Föstudagssjóvið var alveg jafn frábært - jafnvel betra - en búast mátti við. Ég keypti miðana um verslunarmannahelgina í þeirri trú að hann yrði þarna við annan mann, plokkandi banjó og syngjandi, kannski með aukagítar, píanó, eða eitthvað bara lo-fi og létt.

En nei, nei - mætir ekki kauði bara með 10 manna band, búninga og vídeósýningu à la Flaming Lips hérna um árið. 'St Vincent', ung stúlka sem heitir Annie Clark með rafmagnsgítar og rafmagnsbassatrommu, hitaði upp. Rosaflott. Hún spilaði líka með Sufjan - bandið kallast 'The Illinoisemakers' - og aðra eins útgeislun frá manneskju á sviði man ég bara ekki eftir að hafa séð í háa herranst tíð.

Við Gunna fengum sæti alveg fremst (eftir að bíða í norðanfrostinu í ca. korter) og vorum alveg massasátt við þetta allt saman. Mikið af 'Seven Swans' lögum, sem er alveg frábær plata og alls ekki síðri en 'state' plöturnar tvær. Hann - og e.t.v. fleiri - voru á leiðinni á Sykurmolatónleika en samt spiluðu þau í 2 tíma.

Ekkert í þessum heimi hefði þó getað búið mig undir kvöldið eftir. Gunna sagði pass og leyfði mér að taka einhvern sem ég þekkti með í staðinn fyrir hana. Ég hringdi í Bennann en hann var dauðuppgefinn eftir Smekkleysuhark + 2 næturvaktir og þurfti að sofa. Tók Kalla Lúðvíks, Stöðfirðing með meiru, í staðinn og hann þetta líka sáttur.

Í þetta sinnið var ekkert gefið eftir. Öryggið, spilagleðin og 'höfum-ekkert-fyrir-þessu' fílingurinn skein úr hverjum andardrætti. Æðisgengið vídeóið með 'Detroit, lift up your weary head'-laginu af Michigan: Kaleidóskóp-geðveiki í gegnum allt lagið, sem endaði svo í gamalli kvikmynd með Detroit-skýjakljúfum . Feidát alveg í fullkomnum takti við lagið. Stórkostlegt, stórkostlegt, stórkostlegt!!!

Hafði saknað 'Man of Metropolis' af Illinois og 'A Good Man Is Hard to Find' af Seven Swans, sem var ekki á föstudagsgigginu. Nú tóku þau bæði þessi lög. Sufjan skutlaði Súperman-dúkkum í salinn í fyrra laginu. Tóku líka Jólalagið 'The Worst Christmas Ever' og krádið (ca. 500 manns í allt of lítilli kirkju) skoppuðu uppblásnum jólasveinum út um allt. Súrrealísk snilld.

Frábær spíttuð útgáfa af 'Chicago', útúrfönkað versjón af Jacksonville, 'John W. Gacy' tekið óaðfinnanlega á píanó, súperflott, brassað versjón af 'Sister'... Listinn er endalaus!

Eitt af all time topp 5 giggum hjá mér, ekki nokkur einasta spurning. Gott krád bæði kvöldin, þ.á.m. Zúri gæinn, Ingvar og Edda, Einar úr verkfræðinni (sem ég hitti á ÖLLUM tónleikum, b.t.w.), o.fl., o.fl. Kirkjan að springa úr fólki, heyrði af ofauknum 50 manna gestalista sem setti allt á hvolf - þröngt mega sáttir sitja, segi ég nú bara.

Snillin endar reyndar ekki hér. Ég beið fremst við sviðið á lau. í von um að fá 'Illinois' áritaða af Sufjan, án árangurs. Hringdi í Jón Karl, sem var í stúdíói, beið í 1-2 tíma eftir honum ('...ég kem eftir "hálftíma" ', sagði hann) á Andarunganum og var orðinn hálfþreyttur og næstum farinn heim.

Hringir ekki Jón, segir mér að hann hafi tafist á Kaffi Hljómalind og að Sufjan Stevens væri staddur þar í einkapartíi! Ég skellti í mig bjórnum, skaust upp Laugaveg og hitti kappann, sem var hinn allra vingjarnlegasti og að sjálfsögðu áritaði hann 'Illinois'. Ég fór og hitti Jón, náði varla andanum fyrir 'buzzi', man ekki eftir því að vera svona 'starstruck' áður.

Einhver besta helgi sem ég hef upplifað, nokkurntímann! Nú upphefst mikið Sufjan-tímabil á mp3-spilaranum...

3 Comments:

At 12:57 PM, Blogger Ingimar said...

En vængirnir? Sá Austin City Limits upptöku með honum á PBS um daginn. Get ekki beðið eftir að kappin spili í nágrenni við mig.

 
At 1:01 PM, Blogger Oskar Petur said...

Já, vængirnir....hann var með arnarvængi og var alltaf að vagga sér til hliðanna, til að blaka þeim.

Þetta blogg er aðeins örlítill forsmekkur af þessum unaðslegu giggum, sem voru hér um helgina.

Alveg magnað að hafa þetta í Fríkirkjunni sem, eins og bíóin, er með einhverju því besta sándi sem hægt er að fá - Sérstaklega fyrir svona akústíkk-dæmi.

 
At 5:54 PM, Blogger Unknown said...

Fyrri tónleikarnir toppuðu allt sem á undan hafði komið en seinni tónleikarnir voru eitthvað ólýsanlegt sem aldrei verður toppað. Hann er ekki mennskur. Goðsögn

 

Post a Comment

<< Home