16.6.06

Ja, hérna.

Ástæðan fyrir þessari færslu er aðallega sú að bloggheimar virðast vera alveg steindauðir þessa dagana, þ.a. ég ákvað að taka af skarið.

Það er hásumar og verra veður en oftast í janúar...eins gott að ég verði á Rimini nk. miðvikudagskvöld...

Sleater-Kinney þann 4.6 sl: "By Default" besta gigg ársins, Stooges auðvitað héngu í rassgatinu - EN - maður verður að gefa NÝJA og FERSKA liðinu séns...er þaggi?

ESG var líka stórkostlegur bónus, "flóttamenn" frá Trópík-hátíðinni sem Ítalski snillingurinn á Stúdentakjallaranum nær vonandi að kæra sig í gegnum fyrir að láta Talíbanana (hóst...hóst, íslenskar löggur að "framfylgja trúarlögum" (haaaa?!? Erum við stödd í Íran? Færeyjum (þeir bönnuðu nú "Da Vinci" (ef ég hefði verið fors(ætisráðerra)eti hefði ég bannað hana sökum óumræðinlegra leiðinda sem kvikmynd (ó nei! allt of margir svigar))))))))))))

Nei, hvar var ég...

Allavega:

Dr. Gunni bara kastaði á glæ 20+ árum af plötu(CD)söfnun. Hann seldi mér m.a.s. Gissur (sjá t.d. þessa færslu þann 7. júli, frá því fyrir ca. 4 árum síðan)...líklega eitt af örfáum eintökum sem ekki fóru á haugana! Besta var þó 100 kall pr. prómóeintök. 7 manns rifust um Decemberists-eintakið. Ég ætla nú bara rétt að vona að meistarinn hafi staðið við "hótunina" um að prútta af alefli.

Mikið - RRROOOSSSSALLLEGGGA - eiga menn eftir að sjá eftir sumu, segi ég nú bara.

Gunna konan mín er að reyna að finna hvað 2ja ára brúðkaupsafmæli heitir (1 ár = pappírsbrúðkap) - getur einhver hjálpað okkur. Við erum reyndar aðallega að halda upp á 10-ár-síðan-við-byrjuðum-saman ammæli 3. júlí. Á Rimini. Á gondólum, eða eitthvað álíka geðveikt...held þetta verði besta fríið okkar EVER!

Ítalía...gotta luvvit.

P.S. 2 ár er víst bómullarbrúðkaup.

Ef við hefðum gift okkur daginn sem við kynntumst - fyrir 10 árum - ættum við svo Tinbrúðkaup.