22.10.07

Heyrðu, svo fórum við Gunna víst til Kaliforníu í sumar líka. Ég er búinn að segja öllum sem ég þekki frá þessu, hápunkturinn var klárlega Death Valley (50°C hiti og "extreme tourism" fékk þar nýja merkingu) og hitt og þetta nammilegt á Comic Con (Kevin Smith, Joss Whedon, o.m.fl.). Arizona og Nevada var nett káboj-stemmning, alveg GÍFURLEGA ólíkt Kaliforníu. Flugum með Þyrlu OFAN Í Grand Canyon (eina ástæðan fyrir því að við vorum í skítapleisinu Las Vegas var að fara í þennan túr en, hei, ég gat fengið að skjóta úr byssu í LV líka, þ.a. þetta var ekki til einskis).

San Francisco er klárlega fallegasta borg USA, við Gunna lentum á alveg stórkostlegu pöbba"rölti" með Óla úr Skátum/Graveslime/Rollunni/... og Öldu konunni hans.

L.A. var...stór. Risa-fokkíngs-stór, ég hef aldrei keyrt yfir 100 km inni í sömu borg (og þá er ég að tala um beina leið frá A til B, ekki margra klst. rúnt í hringi). Þetta er náttúrulega alveg þrusupleis, við gistum í Minutemen-Hverfinu San Pedro og keyrðum Mulholland Drive, sem var alveg geggjað.

Frábær ferð - sú besta sem við Gunna höfum farið saman í hingað til, en...nenni ekki að skrifa um þetta einu sinni enn-SORRÍ!